Lóðir við Miðholt 1 til 9 Ein umsókn með fyrirvara um breytingar á skipulagi
Ein umsókn barst til skipulagsráðs Akureyrarbæjar um fjölbýlishúsalóðir sem auglýstar voru til úthlutunar við Miðholt 1 til 9.
Umsóknin var frá BB-Byggingum og var sótt um með fyrirvara um að heimilt verði að breyta skipulagi með þeim hætti að byggð verði 3ja hæða fjölbýlishús á lóðunum auk kjallara. Gert var ráð fyrir 2ja hæða húsum á lóðunum, sem eru fimm talsins. Skipulagsráð samþykkt að veita BB Byggingum lóðirnar og var skipulagsfulltrúa falið að hefja viðræðum um skipulagsbreytingar.
„Við munum því á næstunni fara í ferli við að kynna þessar hugmyndir og í kjölfarið verður ákvörðun tekin um framhald málsins,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi. Þetta er í annað sinn sem lóðirnar við Miðholt eru auglýstar en síðast bárust engar umsóknir um þær.