Lóðir við Hofsbót 1 og 2 lágmarksboð í lóðirnar er 263,3 milljónir króna

„Það er erfitt að segja fyrir um hver áhuginn kann að verða en um tíðina hafa margir sýnt uppbyggingu í miðbænum mikinn áhuga,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar. Bæjarráð hefur samþykkt að auglýsa tvær lóðir við Hofsbót, númer 1 og 3. Lágmarksboð samkvæmt útboðsskilmálum er ríflega 263 milljónir króna í báðar lóðir.

Pétur Ingi segir að ekki liggi enn fyrir nákvæm dagsetning á því hvenær lóðir verði auglýstar, en gerir ráð fyrir að það verði í febrúar til mars næstkomandi.

Talsverð uppbygging íbúða er um þessar mundir í miðbænum, nokkrar nýjar íbúðir eru við Skipagötu, 10 nýjar íbúðir verða í húsi  sem nú er í byggingu við Hofsbót 2, við Nýja bíó og á eru um 60 íbúðir í byggingu við Austurbrú.

Hæstu húsin verða fimm hæðir

Húsin sem reist verða á svæðinu við Hofsbót verða mismunandi há, þau hæstu fimm hæðir en önnur lægri. Á báðum lóðum er gert ráð fyrir verslun- og þjónustu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum. Þó er gert ráð fyrir að atvinnustarfsemi sé heimil á annarri hæð. Gert er ráð fyrir sameiginlegum bílakjallara fyrir Hofsbót 1 og 3 með inn- og útakstri frá Strandgötu.

Nýjast