Lífinu fagnað

Tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Orri Harðarson glímir um þessar mundir við illvígt og ólæknandi mein.
Orri var lengi búsettur á Akureyri og áberandi í menningarlífi bæjarins, en hann var bæjarlistamaður Akureyrar 2017. Vinir Orra komu saman í Bíóhöllinni á Akranesi laugardagskvöldið 22. febrúar og fögnuðu lífinu og tónlistinni.
Fjöldi listafólks lagði hönd á plóg og þar má nefna Bubba Morthens, KK, Pálma Gunnarsson, Önnu Halldórsdóttur, Ellen Kristjánsdóttur, Ívar Bjarklind, Ragnheiði Gröndal, Jón Ólafsson og Hildi Völu.
Allir þátttakendur gáfu vinnu sína og ágóði tónleikanna fór á styrktarreikning fyrir dætur Orra. Bankaupplýsingar eru 0123-15-194552 / 280249-4169.
Gæslumaður reikningsins er faðir Orra, Hörður Helgason, fyrrum skólameistari og knattspyrnuþjálfari ÍA, KA og Vals.
Feðgarnir ásamt tónleikagestum