Akureyrarbær staðið svifryksvaktina vel undanfarið

Ástand svifryks mála hafi verið býsna gott fyrstu tvo mánuði ársins þrátt fyrir að kjöraðstæður séu …
Ástand svifryks mála hafi verið býsna gott fyrstu tvo mánuði ársins þrátt fyrir að kjöraðstæður séu fyrir svifryk í snjóleysinu. Mynd akureyri.is

„Akureyrarbær hefur staðið vaktina vel undanfarið og þar á bæ hafa menn verið duglegir við rykbinda götur og þrífa eftir því sem aðstæður krefjast og leyfa,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Heilbrgiðisnefndin vakti á því athygli á fundi sínum nýverið að leggja þyrfti áherslu á að takmörkun svifryks væri mikilvægt lýðheilsumál sem nauðsynlegt væri að taka föstum tökum. Harmaði nefndi þá hve takmarkaður árangur hefði náðst í því máli. Bent var á að svifryk hefði farið tvöfalt yfir heilsuverndarmörk í desember síðastliðnum og þegar mest var mældust gildi meira en áttfalt yfir mörkum. Viðvaranir bárust ekki fyrr en daginn eftir að ástandið var hvað verst.

Ekkert í líkingu við desemberdaginn

Leifur segir að ástand mála hafi verið býsna gott fyrstu tvo mánuði ársins, „þrátt fyrir að það hafi verið snjólaust meira og minna allan febrúar og kjör aðstæður fyrir svifryk ef svo má segja þá hefur sólarhringsmeðaltalið ekki farið yfir viðmiðunarmörk. Við höfum vissulega séð svifrykstoppa annað slagið, sérstaklega seinnipart dags, samt ekkert í líkingu við það sem við sáum þann 10. desember,“ segir hann.

Upplýsingar úr lofgæðamælum sem bærinn setti upp í desember 2022 hafa enn ekki verið gerðar aðgengilegar almenningi en verklagsreglurnar gerðu ráð fyrir að því að svo yrði snemma árs 2024.

Nýjast