Dagskráin 26. febrúar - 5. mars Tbl 8
Ástand göngugötunnar á Akureyri verulega slæmt
Ráðast þarf í umfangsmiklar og kostnaðarsamar framkvæmdir við göngugötuna á Akureyri en ástand hennar er afar slæmt. Frumáætlun um kostnað við viðgerðir hljóðar upp á 250 milljónir króna. Minnisblað um um viðhald og endurbætur á göngugötu Akureyrar var lagt fram í umhverfis- og mannvirkjaráði nýverið.
„Yfirborð göngugötunnar er orðið það slæmt að ekki er lengur hægt að viðhalda umferð á henni án umfangsmikilla viðgerða,” segir í minnisblaðinu. Einnig kemur þar fram að snjóbræðslukerfið sé farið að skemmast þar sem hellur hafa þynnst og losnað bæði vegna mikillar umferðar og aldurs.
Umferð leyfð um aldamótin
Göngugatan var endurnýjuð árið 1982 með snjóbræðslukerfi og hellulöng og var hún hönnuð sem göngugata eingöngu. Um aldamót var bílaumferð leyft um götuna. Árið 2009 var hellulögn fjarlægð og malbik sett í staðinn þar sem hellur voru ónýtar og höfðu þær skemmt snjóbræðslukerfið. „Nú er ástand yfirborðsins orðið það slæmt að ekki er lengur hægt að viðhalda því.”
Fram kemur í minnisblaðinu að skipta þurfi um yfirborðsefni og snjóbræðslurör til að tryggja langtímaendingu götunnar. Þá þarf einnig að endurnýja lýsingu og rafmagnskapla við Ráðhústorg, en bróðurpartur ljósa þar er ónýtur. Þá eru pollar einnig ónýtir, malbik sprungið og með holum.
Ljóst er að endurbætur verða umfangsmikilar, en m.a. þarf að fjarlæga hellur, endurnýja snjóbræðslu og leggja nýtt yfirborð. Heildarstærð svæðisin ser um 5 þúsund fermetrar og er áætlað að kostnaður nemi um 250 milljónum króna, en endanleg tala ræðast af ákvörðun um umferð og notkun á svæðinu.
Sífellt minniháttar lagfæringar
Þrír fulltrúar minnihlutans í umhverfis- og mannvirkjaráði, frá S-B og F lista bókuðu á fundi ráðsins að löngu væri tímabært að fara í allsherjar endurbætur á göngugötunni og Ráðhústorgi á grundvelli heildarsýnar, „fremur en að neyðast í sífellu að fara í minniháttar lagfæringar. Það er miður að ekki sé gert ráð fyrir því nauðsynlega fjármagni í það verkefni í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins á árunum 2025-2028.