Leikur á horn úr smiðju Bítlanna
Kjartan Ólafsson er Akureyringur í húð og hár og hefur spilað í lúðrasveitum frá unga aldri. Fyrir skemmstu fékk hann í hendurnar horn sem spilað var á við gerð hinnar sögufrægu plötu Bítlanna, Sgt Pepper´s Lonely Hearts Club Band.
Kjartan mun spila á hornið á tónleikum SinfoniaNord og The Bootleg Beatles í Hörpu og Hofi í næsta mánuði. Vikudagur ræddi við Kjartan um lífið og tilveruna og fékk að vita allt um það hvernig hornið fræga komst í hans hendur. Viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 17. ágúst 2017