20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
„Klofvega situr hann á atómbombu“ - Spurningaþraut #11
Spurningaþraut Vikublaðsins #11
-
Hver er konan á myndinni fyrir ofan?
-
Vaglaskógur er líklega allra skóga fallegastur, en hvaða skógur er stærstur skóga á Íslandi?
-
Hvað heitir Björgunarsveitin á Húsavík?
-
„Þegar guð skapaði manninn, ofmat hann getu sína.“ Hver lét þessi fleygu orð falla?
-
„Þau töluðu lítið saman og þorðu varla að líta hvort á annað, það var einsog þau hefðu verið gift í tuttuguogfimm ár, þau þektust ekki.“ Út hvaða bókmenntaverki Halldórs Laxness er þetta?
-
Hver er ráðherra innviðamála á Íslandi?
-
Hvenær vörpuðu Bandaríkjamenn atómsprengju á Hiroshima. Svarið þarf að vera nákvæmt.
-
Í dag sitja 29 konur á Alþingi Íslendinga en hver var fyrsta konan til að gegna þingmennsku hér á landi?
-
En hvaða ár sat hún á þingi?
-
Hexía de trix er skemmtileg persóna í veröld Andrésar Andar. Í íslensku þýðingunni býr þessi geðþekka norn í Kröflu. En hvenær gaus Krafla síðast?
---
Svör:
- Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.
- Hallormsstaðaskógur, hann þekur um 740 ha.
- Garðar.
- Oscar Wilde.
- Sjálfstætt fólk.
- Sigurður Ingi Jóhannsson.
- 6. ágúst 1945.
- Ingibjörg H. Bjarnason.
- 1922–1930, hér nægir að nefna eitt af þessu fjórum árum.
- Síðasta gos í Kröflu var 1984 en þá lauk Kröflueldum sem var goshrina sem staðið hafði frá 1975.