Kjarasamingur kennara
Þegar grunnskólakennarar skrifuðu undir kjarasamingi s.l. vetur fylgdi honum bókun, svokölluð Bókun 1. Stór hópur kennarar litu á bókunina sem plástur á sárið, því margir voru mjög ósáttir með kjarasaminginn. Þeir töldu að með umræddri bókun væri hægt að skoða og kanna hvaða úrbóta er þörf í hverjum skóla fyrir sig og ná fram kjarabótum við næstu kjarasamningagerð byggða á vinnunni. Ekki voru allir á eitt sáttir með bókunina en ákváðu að taka þátt í vinnunni sem fylgir henni. Vegvísir leit dagsins ljós, sem unnin var af forsvarsmönnum Félags grunnskólakennara og fulltrúum sveitarfélaganna, og ætlaður þeim sem koma að vinnunni.
Á Akureyri stóðu stýrihópar kennara klárir 1. febúrar eins og kveður á um í kjarasamingi félagsins og sveitarfélagsins. Vegvísirinn klár og eftir engu að bíða að mati kennara, en sveitarfélögin um allt land leiða vinnuna. Á Akureyri réðu forsvarmenn bæjarins verkefnastjóri til að sjá um verkefnið, enda framkvæmdin í þeirra höndum. Seint og um síðir heyrðist frá verkefnastjóranum. Það var eins og köld vatnsgusa framan í kennara. Kennarar í stýrihópi hvers skóla fengu sendan spurningarlista, með nærri 100 spurningum, sem ekki var í takt við Bókun 1 í kjarasamingnum. Þennan lista áttu kennarar að yfirfara og aðlaga eftir þörfum. Spurningarnar tóku ekki á sömu málefnum og Vegvísirinn innihélt og kennarar vilja ræða. Trúnaðarmenn og stjórn BKNE höfnuðu þessum vinnubrögðum og ekki að ósekju.
Spurningarlistinn út af fyrir sig er í lagi en hann á ekki heima í þessari vinnu. Hér er um alls herjar könnun að ræða, ekki hnitmiðaður og engan veginn hægt að búa til umbótaáætlun fyrir hvern skóla úr svörunum. Markmið bókunarinnar er að hver skóli finni út hvar skóinn kreppir í starfsumhverfi kennara, finna út hvar álagið er mest og hvað veldur því og síðan á að skoða hvað má betur fara í starfinu og vinnuumhverfinu. Að þessari vinnu lokinni á að leggja fram lausinir fyrir hvern skóla. Til að ná þeim markmiðum þarf rýnihópa, mjög afmarkaðar spurningar og samræðu milli kennara og fulltrúa sveitarfélagsins. Það bauð spurningarlistinn ekki upp á.
Ekki er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott. Nú er vinnan komin á fullt eftir góðan fund þeirra sem stóðu að Vegvísinum, stýrihópunum og trúnaðarmönnum. Það kom skýrt fram á fundinum að spurningarlistinn yrði lagður til hliðar á meðan unnið er að Bókun 1, með Vegvísinn að leiðarljósi. Umbótaáætlun hvers skóla á að kynna í síðasta lagi 1. maí, svo tíminn er naumur. Sem betur fer er hægt að sækja um frest vegna slakra vinnubragða Akureyrarbæjar. Það er von mín að forsvarsmenn Akureyrarbæjar lærir eitthvað af þessu ferli sem er þeim til skammar, Bókun 1 og Vegvísirinn var það skýr að mér er óskiljanlegt af hverju þetta fór sem fór.
Grunnskólakennarar eru enn að, kjarasamningur er lifandi plagg sem á sífellt að bæta. Bókun 1 er liður í þeim aðgerðum sem vonandi færir grunnskólakennurum hærri laun miðað við starf, ábygð og vinnuálag.
-Helga Dögg Sverrisdóttir, trúnaðarmaður og stjórnarmaður í BKNE.