Kennarar við Lundarskóla boða til verkfalls

Kennarar við Lundarskola hafa boðað verkfall 29 október hafi ekki verið samið um  nýjan kjarasamnign…
Kennarar við Lundarskola hafa boðað verkfall 29 október hafi ekki verið samið um nýjan kjarasamnign fyrir þann tíma

Það stefnir í verkfall kennara við Lund­ar­skóla á Ak­ur­eyri á miðnætti 29 október hafi ekki náðst samkomulag milli Kennarasambands Íslands og Samtaka íslenskra sveitarfélaga fyrir þann tíma.

Fé­lagar í KÍ greiddu í vik­unni at­kvæði um hvort grípa ætti til verk­falla í nokkrum leik- og grunnskólum á landinu og einum framhaldsskóla.  Kennarar  við Lundarskóla voru þátttakendur í atkvæðagreiðslu þessari og  samþykktu þeir að boða til verkfalls.

Verk­fallsaðgerðir hefjast eins og fyrr sagði á miðnætti 29. októ­ber og standa til 22. nóv­em­ber, hafi samn­ing­ar ekki náðst.

Deiluaðilar hittust á fundi í gær hjá rík­is­sátta­semj­ara en ekki var mikill árangur á þeim fundi.

Næsti sáttafund­ur verður ekki fyrr en á þriðju­dag.

Nýjast