20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Kauphallarbjöllunni hringt fyrir aukið fjármálalæsi
Ungmenni sem unnu fjármálaleikana hringdu Nasdaq Iceland, ásamt Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) og Landssamtökum lífeyrissjóða (LL), stóðu að hringingu Kauphallarbjöllunnar í ár með aðstoð ungmenna sem unnu Fjármálaleika SFF árið 2023 og 2024. Í kjölfarið tóku þau þátt í Evrópukeppni í fjármálalæsi í Brussel á vegum Evrópsku bankasamtakanna (EBF).
Upplýstar ákvarðanir
„Góður skilningur á fjármálum getur hjálpað fólki að ná betri tökum á eigin fjárhag og taka upplýstar ákvarðanir um og sparnað,” segir Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. „Verðbréfamarkaðurinn gegnir stóru hlutverki í þessum efnum sem vettvangur sem hefur beint og óbeint áhrif á fjárhag okkar. Aukin þekking á honum leiðir til ígrundaðri fjárfestinga og styrkir atvinnu- og efnahagslífið.”
SFF unnið að þessu verkefni í 10 ár.
Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa undanfarin tíu ár haldið úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti. Meginmarkmiðið er að stuðla að bættu fjármálalæsi ungmenna og styðja kennara í grunn- og framhaldsskólum í kennslu um fjármál, meðal annars með fríu námsefni og öðrum viðburðum tengdum fjármálalæsi. Á þessu tímabili hefur Fjármálavit gefið kennurum og nemendum um 18.000 bækur auk þess að styðja þá kennara sem þess óska. Um 90% ungs fólks hefði viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Það er afar mismunandi hvort börn fái kennslu í fjármálum og þá hversu mikla. Í sumum skólum er þetta skylda, valfag í öðrum skóla og alls ekki kennt í sumum skólum.
Jöfnum tækifæri allra barna.
„Það er afar mikilvægt að öllum börnum sé gefinn kostur á að byggja upp heilbrigðan fjárhag. Því höfum við talað fyrir því að kennsla í fjármálum verði hluti af skyldunámi í grunnskólum. Bakland barna eða skólahverfi eiga ekki að ráða hér úrslitum. Öll börn verða að hafa tækifæri til að læra um fjármál. Nýleg könnun Gallup fyrir SFF að einungis 11% ungs fólks hefði fengið fjármálafræðslu í grunnskóla. Við þurfum að jafna stöðu allra barna, bakland foreldra eða skólahverfi eiga ekki að ráða því hvort börn læri um fjármál.“ Segir Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu
Öll börn fái grundvallarþekkingu í fjármálum
Við sendum ekki börn út í umferðina án þess að kenna þeim umferðarreglur. Á sama hátt leggjum við áherslu á að öll börn fái grundvallarþekkingu í fjármálum áður en þau fara út í lífið.“ bætir Heiðrún við.
Ungt fólk kallar eftir þekkingu
„Ungt fólk kallar eftir fræðslu og þekkingu um fjármál. Við skynjum skýrt að upplýsingamiðlun í þeim efnum er þarft og þakklátt verkefni sem við styðjum í verki. Klingjum því klukkum í nafni baráttunnar fyrir því að fjármálafræðsla og fjármálalæsi verði sjálfsögð námskrárefni í grunnskólakerfinu,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.