Karlmennskan á Húsavík
Þorsteinn V. Einarsson frá @karlmennskan hefur verið á ferðinni á Húsavík síðustu daga eins og greint er frá á heimasíðu Norðurþings. Þorsteinn, sem er bæði kennari og kynjafræðingur, heldur úti vefnum karlmennskan.is þar sem hann fjallar um karlmennsku í samfélaginu. Hann hélt fyrirlestur í Framhaldsskólanum á Húsavík, Borgarhólsskóla og í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík.
Fyrirlestur hans fjallaði um karlmennskuna og birtingamyndir hennar í samfélaginu.
Þorsteinn talaði um hvernig og hvers vegna jákvæð karlmennska styður við jafnrétti og hvernig skaðleg karlmennska bitnar á strákum og körlum. Í fyrirlestrinum gaf hann áheyrendum hugmyndir um hvað einstaklingar geta gert til að hafa jákvæð áhrif á líf okkar og samferðafólks út frá hugmyndum um karlmennsku.