Kæra foldin kennd við snjó

Mynd/akureyri.is
Mynd/akureyri.is

Þjóðræknisfélag Íslendinga, í samvinnu við Amtsbókasafnið á Akureyri og Háskólann á Akureyri, býður til málþings um Akureyringinn Káin, Kristján Níels Júlíus Jónsson, í hátíðarsal Háskólans á Akureyri, laugardaginn 26. ágúst 2017.

Eftir slit málþingsins um klukkan 17.15 verður afhjúpaður minnisvarði um Káin sem Akureyrarbær hefur fengið að gjöf frá Icelandic Roots, The Icelandic Communities Association of NE North-Dakota og frá velunnurum Káins. Bæjaryfirvöld standa fyrir athöfninni sem verður í Fjörunni, innst í Aðalstræti, ekki fjarri fæðingarstað Káins. Þangað eru allir hjartanlega velkomnir.

Dagskrá málþingsins er þessi:

10.00-12.30 Káinn og vesturferðirnar

Fundarstjóri: Kristinn Már Torfason.

Gestgjafi: Sigrún Stefánsdóttir, formaður afmælisnefndar Háskólans á Akureyri.

Ávarp: Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar.

Setning: Hjálmar W. Hannesson, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga.

Mæðginin Eleanor Geir Biliske og Ed Biliske. Elearnor er hugsanlega eini núlifandi einstaklingurinn sem þekkti Káin: KN Julius The Poet with calloused hands - Life on the Geir Farm.

Tónlist: Vandræðaskáldin, Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur Bergmann.

Jón Hjaltason sagnfræðingur: Af hverju landflótti til Vesturheims?

Jónas Þór sagnfræðingur: Norðuramerískt samfélag – íslensk aðlögun.

Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur: Pegasus í fjósinu og kýrrassatrú.

Var Káinn skáld eða hagyrðingur?

12.30-13.15 Matarhlé

Hægt verður að kaupa veitingar frá Norðurlyst.

13.15-15.00 Ljóð Káins

Fundarstjóri: Hólmkell Hreinsson.

Böðvar Guðmundsson rithöfundur: Minn Káinn.

Hulda Karen Daníelsdóttir, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun: K. N. í Lögbergi Heimskringlu á árunum 1990-1992.

Helgi Freyr Hafþórsson, verkefnastjóri við HA: Frá K til N: Frá Káin til nútímans.

Tónlist: Baggalútur.

15-15.20 Kaffiveitingar

15.20-16.40 Káinn í samtímanum

Fundarstjóri: Kristín Margrét Jóhannsdóttir.

Egill Helgason dagskrárgerðarmaður: Káinn settur í sjónvarp.

Sunna Pam Furstenau, forseti Icelandic Roots og forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Norður-Ameríku: Káinn's Thingvalla - Connections, Celebrations, and Community.

Bragi Valdimar Skúlason: Stína og Stjáni.

Tónlist: Baggalútur

16.40 Slit

Kristín Margrét Jóhannsdóttir.

Mér er eins og öðrum fleiri,
ættjörð týnd og gleymd,
samt er gamla Akureyri,
enn í huga geymd.

-Káinn

 

Nýjast