KA Íslandsmeistari í 4. flokki kvenna
KA er Íslandsmeistari í 4. flokki kvenna í knattspyrnu eftir 2-1 sigur gegn Breiðabliki á Akureyrarvelli sl. helgi. Það voru þær Tanía Sól Hjartardóttir og Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir sem skoruðu mörk KA í leiknum.
„Spilamennska liðsins í sumar hefur verið algjörlega frábær og framtíðin í kvennaboltanum er svo sannarlega björt hjá félaginu,“ segir á vef KA.