20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Júróvisjónævintýrið heldur áfram á Húsavík
Ekkert lát er á Júró-gleðinni á Húsavík eftir að stórmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. Það þarf auðvitað ekki að fjölyrða um það að myndin var að stórum hluta tekin upp á Húsvík en í myndinni kemur sumarsmellur ársins fyrir; Ja Ja Ding Dong.
Myndin hefur reynst hin mesta landkynning fyrir Húsavík og hafa bæjarbúar tekið athyglinni fagnandi. Meðal þeirra eru Leonardo Piccione, starfsmaður Cape hotel og Örlygur Hnefill Örlygsson hótelstjóri. Þeir voru fljótir að sjá tækifæri í athylinni sem bærinn fær út á myndina og hafa nú opnað útibar á pallinum við Cape hotel. Auðvitað fékk barinn nafnið Ja Ja Ding Dog.
Vikublaðið hitti þá félaga á pallinum á dögunum en þeir voru í skýjunum yfir viðtökunum eftir fyrstu vikuna en nánari umfjöllun má nálgast í net-og prentútgáfu blaðsins.
-epe