Jeppi valt eftir árekstur

Jeppinn á toppnum eftir áreksturinn.
Jeppinn á toppnum eftir áreksturinn.

Eldri hjón voru flutt til aðhlynningar á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri, eftir árekstur fólksbíls og jeppa á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu um kl. 14.30 í dag. Við áreksturinn fór fólksbílinn undir jeppann með þeim afleiðingum að hann hafnaði á hvolfi. Atvikið varð þeim hætti að annar ökmaðurinn ók gegn rauðu ljósi inn á gatnamótin. Hjónin sem flutt voru á  sjúkrahús eru óslösuð en ökumaður hins, bílsins, sem var einn á ferð, skarst lítilega á hendi, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Bílarnir eru mikið skemmdir.

 

Nýjast