Jens Garðar oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Jens Garðar Helgason verður oddviti á lista Sjalfstæðsiflokksins í Norðurausturkjördæmi
Jens Garðar Helgason verður oddviti á lista Sjalfstæðsiflokksins í Norðurausturkjördæmi

Jens Garðar Helgason var í dag kjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Valið var milli hans og Njáls Trausta Friðbertssonar, oddvita í kosningunum 2021, á kjördæmisþingi í Mývatnssveit í dag.

Jens Garðar hlaut 100 atkvæði í fyrsta sætið en Njáll Trausti 68.

Valið er í fimm efstu sætin á þinginu í dag. Kosið er um eitt sæti í einu. Fyrir þingið höfðu Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður, Berglind Harpa Svavarsdóttir, varaþingmaður og Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður, gefið kost á sér í það sæti. Njáll Trausti bætist nú við í þann hóp því hann gefur kost á sér i annað sæti.

Von er á úrslitum með næsta sæti um kl 14:45 -15:00

 

Nýjast