13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Hverju svarar bæjarstjórnin?
Vikudagur birti fyrir stuttu niðurstöður farþegakönnunar Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, sem sýna hátt ánægjustig farþega skemmmtiferðaskipa til Akureyrar. Könnunin, sem gerð var árið 2018 sýnir að um 98% gesta voru ánægð eða mjög ánægð með dvölina hér.
Og Vikudagur heldur áfram og segir: „Heilt yfir var það mikil náttúrufegurð og snyrtimennska á heimsóknarsvæðum auk greiðvirkni og glaðlegs viðmóts heimamanna, sem stóð upp úr hjá gestunum. Það, sem helst þótti skorta var aðgengi að almenningssalernum auk almenningssamgangna og betri leiðbeiningar að söfnum.” Nýlega las ég gott blaðaviðtal við frú Ásthildi Sturludóttir nýjan bæjarstjóra hér á Akureyri þar sem hún lýsir furðu sinni á að íbúar Akureyrar séu ekki orðnir 50 þúsund og lýsir bænum líkt og farþegar skemmtiferðaskipanna
þegar hún segir:
„Akureyri er fallegur bær og veðursæld mikil og nokkuð gott mannlíf”, og furðar sig á að hingað vanti fólk til búsetu. En þess má líka geta að fólksfjölgun hér hefur aðeins verið 0,2% fyrstu þrjá mánuði þessa árs og það að frúin sé ekki búin að hafa hér búsetu nema í nokkra mánuði og þekkir því ekki nógu vel (skiljanlega) til vinnubragða síðustu bæjarstjórna Akureyrar og þar síður einstakra nefnda og ráða eins og t.d. skipulagsráðs með lítt menntað fólk á sumum sviðum.
Svo eru það salernismálin
Einu sinni enn með fjölgun ferðamanna í bænum ekki síst af skemmtiferðaskipunum eru það almenningssalernin, sem fólki finnst réttilega vanta. Það er ekki ný saga að veitingamenn í miðbænum, sem talað hefur verið við kvarta sáran yfir ágangi ferðafólks sérstaklega af fyrrgreindum skipum, sem óneitanlega skilur eftir sig óþrif,sem svo starfsfólk þarf svo að sjá um að þrífa. Það hvað svo rammt að, að í Akureyrarkirkju varð að loka salerninu á anddyri kirkjunnar því ásóknin var orðin svo mikil af óviðkomandi og kostnaður við þrif orðinn svo mikill að hann var orðinn kirkjunni ofviða.
Það hefur oftar en einu sinni verið bent á hvers vegna salernin undir kirkjutröppunum séu ekki tekin í notkun en þar er öll aðstaða fyrir hendi og
getur varla kostað að lagfæra þar til og opna nema brota brot af þeim tugum milljóna sem kostaði að byggja Gil-restaurant og fínu salernisaðstöðuna þar. En kannski væri ráð að auglýsa og beina ferðafólki þangað, sem í leiðinni myndi e.t.v. skapa veltuaukningu á
Gili. Einversstaða þarf fólk að pissa og kúka og þarna færi vel um það.
Hækkanir fasteignaskatta
Síðustu fjögur árin hafa tekjur sveitarfélaga af fasteignasköttum aukist mjög og sést það best þegar tekjum nokkurra sveitarfélaga af fasteignasköttum heimila og fyrirtækja er skipt niður á fjölda íbúa. Það er samt athygli vert hvernig tekjur sveitarfélaga, alveg sama hvaða mælikvarði er notaður, rjúka upp en langmest sker sig úr höfuðborgin Reykjavík með ríflega 37% hækkun á þessum fjórum árum. Og er þar í fyrsta sæti af 12 sveitarfélögum hvað þessar álögur varða eða 146 þús. á hvern íbúa höfuðborgarinnar.
En Akureyri er ekki langt undan eða í þriðja sæti og vill ekki láta sitt eftir liggja í álögur á bæjarbúa og er með 107 þús.kr. á hvern íbúa. Einhvern
tímann hefði maður haldið að Sjálfstæðismenn væru engir unnendur hækkun skatta. Að lokum má geta þess að sveitarfélagið sem er lægst íþyngirsínum íbúum með aðeins 61 þús. kr.
-Hjörleifur Hallgríms