Hver á stefnan að vera í skólamálum? Hvað á að ráða för?

Inga Sigrún Atladóttir.
Inga Sigrún Atladóttir.

Langflestir sem hafa eignast barn á síðustu 20. árum kannast við vandamálið sem blasir við þegar fæðingarorlofi lýkur. Það þarf að finna dagaforeldri og þegar barnið er komið til dagforeldris hefst bið eftir leikskólaplássi. Allt of margir hafa erfiða reynslu af þessu ferli sem oft einkennist af bið og úrræðaleysi þar sem foreldrar þurfa í mörgum tilvikum að sætta sig við lausniri sem þeir eru ekki að sáttir við. 

En hvað er til ráða?

Umræðan um ungbarnaleikakóla hefur náð flugi víða og krafan er á sveitarfélög bregðist við þessum brýna vanda.

Fyrir tæpur tveimur árum var stofnaður ungbarnaleikskóli við sameinaðan tónlistar- grunn- og leikskóla á Svalbarðsströnd. Sú reynsla sýndi mér að til þess að ungbarnaleikskólar geti verið hluti af því ummönnunarkerfi sem skólinn er þurfum við að endurhugsa áherslur og kröfur.

Umhyggja, snerting og tími er það sem lítil börn þurfa og það er næstum það eina sem þau skilja.  Til að sinna þörfum barnanna þarf starfsfólk sem getur mótað starfið eftir börnunum sjálfum til þess þarf þolinmæði og getu til að tengjast börnunum eins og þau hafa áður tengst foreldrum sínum. Þetta kallar á gott rými, stöðugleika í starfsmannahaldi og sveigjanleika - og eins og allir vita þá snýst þetta allt á endanum um peninga.

Allt skólastarf ætti í raun að snúast um þessa þætti. Að mæta barninu eins og það er statt, tengjast því á merkingarbæran hátt, að hjálpa því að þroskast og eflast á sínum forsendum. Um leið þarf að veita því tækifæri til að vaxa inn í samfélag sem er sterkt og gott og gefur því skilning á öðru fólki og umhverfinu í kring. Þannig vex barnið, nær að þróa og nýta hæfileika sína um leið og það lærir að gefa og þyggja í heilbrigðu samfélagi.

Í ungbarnaleikskóla erum við krúin til að leggja áherslu á þá þætti sem mikilvægast er öllum börnum og í raun grundvallarþörf fólks á öllum aldri. Hættan er þó sú að með tímanum töpum við einbeitingunni og forum að leggja megináherslu á hlýðni, undirgefni, ítroðslu og stýringu – sem margir fullorðnir kalla gott nám.  

Námskrá leik- grunn og framhaldsskóla sem kom úr 2011 hentar vel starfi ungbarnaleikskóla. Hún leggur áherslu á þroska barna, umhyggju í öllu starfi og að börn þrói með sér sköpun, gleði og sjálfstæði.

Nú 7 árum eftir að námskráin kom út hafa sveitarstjórnir víða ekki skilið námskrána. Þær skilja ekki að til að veita einstalingum stórum og smáum tækifæri til að þroskast á eigin forsendum, þarf starfsfólk skólanna að hafa tíma, rými og færni.  Og til að hægt sé að hafa tíma, rými og færni innan skólanna þarf peninga.

Í dag ætla nemendur í leikskólanum Álfaborg Svalbarðsströnd að heiðra skólanefnd og Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps sem hefur síðustu ár skilið þarfir okkar og gefið okkur það sem við höfum þurft til að byggja upp góðan skóla. Með áherslum sínum hafa þau veitt skólanum fjármagn til að byggja upp ungbarnaleikskóla, leikskóladeild, grunnskóladeild og tónlistardeild þar sem gott rými er fyrir hvern einstakling til að þroskast og eflast.

Fyrir það viljum við þakka.

-Höfundur er fyrrverandi sveitarstjórnarmaður og skólastjóri í sameinuðum leik- grunn og tónlistarskóla á Svalbarðsstönd.

 

Nýjast