Hvar átti að grafa beinin?

Spurt er hvenær þessi fallega kirkja var vígð?
Spurt er hvenær þessi fallega kirkja var vígð?

Spurt er um bein Jónasar Hallgrímssonar og margt fleira í spurningaþraut Vikublaðsins #5


  1. Það veit hvert einasta mannsbarn hvaða kirkja er á myndinni hér að ofan en það er Húsavíkurkirkja. Ég spyr hins vegar, hver teiknaði kirkjuna?
  2. En hvaða ár var hún vígð?
  3. Við skulum halda okkur við kirkjur. Hvenær var Akureyrarkirkja vígð?
  4. Og hvaða meistari hannaði hana?
  5. Akureyrarbær er fimmta fjölmennasta sveitarfélag Íslands og er annað fjölmennasta utan höfuðborgarsvæðisins á eftir Reykjanesbæ. En hvað er þriðja fjölmennasta sveitarfélagið utan höfuðborgarsvæðisins? 
  6. „Það er löng leið frá Íslandi til Himnaríkis.“ Hver mælti svo?
  7. Við skulum halda okkur nærri almættinu og spyrjum: „Jesús sagði við hann: „Slíðra sverð þitt! Allir, sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla.“ Í hvaða guðspjalli er þetta?
  8. Cucumis sativus er jurt af graskersætt sem er mikið ræktuð víða um heim, líka á Íslandi. Jurtin er klifurjurt sem ber grænan ávöxt. Jurtin á rætur að rekja til Indlands en er nú ræktuð víða um heiminn eins og fyrr segir. Hvað heitir jurtin á íslensku? 
  9. Bein Jónasar Hallgrímssonar voru flutt til Íslands árið 1946. Það var iðnjöfurinn Sigurjón Pétursson, kenndur við Álafoss, sem stóð helst fyrir því að fá bein Jónasar flutt heim. Jónas var að lokum grafinn í  þjóðargrafreitnum 16. nóvember 1946, sem var fæðingardagur Jónasar og hefur síðar hlotið heitið Dagur íslenskrar tungu. En hvar vildi nefndur Sigurjón að Jónas yrði grafinn?
  10. Íþróttafélag eitt á Akureyri hefur undanfarið getið af sér afreksfólk í bogfimi. Hvað heitir Íþróttafélagið?

 ---

Aukaspurning:

Hvaða fugl sést á myndinni hér fyrir neðan?

Ugla

---

Svör:

1.Rögnvaldur Ólafsson.

2. Hún var vígð 2. júní 1907 en ártalið dugar.

3. Árið 1940.

4. Guðjón Samúelsson.

5. Það ku vera sveitarfélagið Árborg.

6. Davíð Stefánsson.

7. Mattheusarguðspjalli.

8. Gúrka eða agúrka.

9. Í Öxnadal, þar sem hann var fæddur.

10. Íþróttafélagið Akur.

Svar við aukaspurningu:

Þetta er Brandugla. Í hana vantar að vísu litarefni og því  er hæglega hægt að rugla henni  saman við snæuglu.

Hér  má finna síðstu spurningaþraut  #4

Hér má finna næstu þraut

Nýjast