20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Húsavík í sviðsljósinu í sænsku Idol-söngkeppninni
Spennan er að magnast fyrir sænsku Idol söngkeppnina þar sem Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri hefur verið að slá í gegn.
Á föstudag kemur í ljós hvort hann hafi hlotið náð fyrir augum og eyrum sænskra kjósenda fyrir flutning sinn á laginu No Good eftir íslensku hljómsveitina Kaleo, sem hann flutti á sl. föstudag.
Á föstudag næstkomansdi stígur hann hins vegar á svið með nýtt lag sem einnig hefur tengingu við Ísland. Tilkynnt var á Instagramsíðu þáttarins hvaða lag varð fyrir valinu hjá Birki Blæ. Keppendur þurfa að syngja lög eftir Svía í næstu umferð, Lög á ensku, fyrir alþjóðlegan markað.
Birkir Blær mun flytja lagið Húsavík - My Hometown úr úr myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga eftir Fat Max Gsus, Rickard Göransson og Savan Kotecha, sem Molly Sandén flutti svo eftirminnilega á Óskarsverðlaunahátíðinni ásamt húsvíkum stúlknakór. Atriðið var tekið upp við Húsavíkurhöfn.
Birkir Blær mun eflaust setja lagið í nýjan og ferskan búning eins og honum er einum lagið og heilla sænsku þjóðina með flutningi sínum og eflaust þá íslensku líka.
Í nýjasta tölublaði Vikublaðsins sem kemur út á fimmtudag er að finna heilsíðuviðtal við Birki Blæ þar sem hann segir frá upplifun sinni af keppninni, tónlistaruppeldinu og framtíðardraumum. Smellið HÉR til að panta áskrift.