Húmorinn að vopni
„Húmorinn er aldrei langt undan hjá okkur og tónleikar Hunds í óskilum eru oft einhvers konar uppistand,“ segir Hjörleifur. Mynd/Þröstur Ernir
Hjörleifur Hjartarson er annar af dúettinum Hundur í óskilum sem slegið hefur í gegn á ný með sýningunni Kvenfólk sem sýnd er þessa dagana í Samkomuhúsinu á Akureyri. Verkið hefur fengið glimrandi dóma gagnrýnenda og áhorfendur halda vart vatni.
Hjörleifur er menntaður kennari en hefur síðustu tíu árin fyrst og fremst starfað við skriftir og tónlist og tekur lífinu ekki of alvarlega. Vikudagur settist niður með Hjörleifi en nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins.