Hríseyingurinn Gréta Kristín leikstýrir And Björk, of course
Hríseyingurinn Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstýrir And Björk, of course eftir Þorvald Þorsteinsson sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í febrúar.
Gréta Kristín snýr nú heim eftir meistaranám í leikstjórn í Helsinki. Hún hefur starfað í sviðslistum síðan hún lauk námi við Listaháskóla Íslands árið 2016 og hefur leikstýrt fjölda sýninga í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og í sjálfstæðu senunni. Nýleg leikstjórnarverkefni Grétu eru Góðan daginn, faggi (2021) sem Gréta skrifaði ásamt leikaranum Bjarna Snæbjörnssyni og eyfirska tónskáldinu Axel Inga; drag-óperan Die Schöne Müllerinn sem Akureyringurinn Sveinn Dúa Hjörleifsson söng; og verkin Bæng! (2018) og Stertabenda (2016) eftir Marius von Mayenburg, en Gréta var tilnefnd til Grímuverðlauna sem leikstjóri ársins fyrir þær síðastnefndu. Gréta hefur ásamt leikstjórn starfað sem dramatúrg og listrænn stjórnandi Þjóðleikhúskjallarans og kennt hinsegin fræði og femíníska gagnrýni við Listaháskóla Íslands. Árið 2020 gerði Gréta sýninguna Eyju með Steinunni Knúts-Önnudóttur fyrir Leikfélag Akureyrar, en Eyja var sýnd í Hrísey á A! gjörningahátíð það ár.
„Það hefur verið draumur minn síðan ég var menntaskólakrakki með leiklistarbakteríu að fá að setja upp sýningu í Samkomuhúsinu, mér finnst magnað að sá draumur sé að rætast, og jafnframt þýðingarmikið að þetta skuli vera mitt fyrsta verk eftir krefjandi leikstjórnarnám í Finnlandi. Svo er ekki síður spennandi að fá að vinna með þetta eldfima verk Þorvaldar en hans höfundaverk hefur alltaf átt stóran hluta af hjarta mínu og sýn hans á listina og manneskjuna verið mér mikill innblástur í að móta eigin aðferðir og hugmyndir um leikhúsmiðilinn,“ segir Gréta Kristín.
And Björk, of course eftir Þorvald er nærgöngul og hrollvekjandi hásádeila þar sem sjálfsmynd þjóðar er lýst án miskunnar. Verkið er í senn sprenghlægilegt, óviðeigandi og óþægilegt. Leikarar eru Jón Gnarr, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Eygló Hilmarsdóttir, Arna Magnea Danks, Davíð Þór Katrínarson, María Pálsdóttir og María Heba