Hlíðarfjall opnar á föstudaginn

Það styttist í að skíðaunnendur komist í brekkurnar á ný.
Það styttist í að skíðaunnendur komist í brekkurnar á ný.
Samkvæmt nýjustu reglugerð frá sóttvarnaryfirvöldum mega skíðasvæði opna fyrir 50% af hámarksfjölda gesta. Á Facebooksíðu Hlíðarfjalls segir að stefnt sé á að opna á ný föstudaginn 16. apríl kl. 10.00.
 
Gæta þarf að tveggja metra reglu og er grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna. "Þetta er eins og áður hefur verið hjá okkur, við upphaf lyftu, á salernum, í og við skíðahótel og skíðaleigu. Sjáumst hress í fjallinu um helgina," segir í færslunni á síðu Hlíðarfjalls.

Nýjast