Hjálmar á Græna Hattinum
Hjálmar verða með tónleika á Græna Hattinum á morgun föstudagskvöld, tónleikarnir hefjast klukkan 22.
Hljómsveitina Hjálma þarf vart að kynna. Þessi brautryðjandi í íslenskri reggí tónlist er eldri en tvævetur og hefur getið af sér fimm breiðskífur, eina safnplötu og eina bestulagaplötu.
Það hefur farið heldur lítið fyrir Hjálmum undanfarin ár, fyrir utan 10 ára afmælistónleika hljómsveitarinnar sem fóru fram í Hörpu haustið 2014. Hjálmar liggja þó aldrei í algjörum dvala og eru sífellt að vinna að nýju efni. Undanfarið hafa þeir sent frá sér lögin Lof, Tilvonandi vor, Hlauptu hratt og Undir fót og það er aldrei að vita nema von sé á nýju efni á næstunni.
Með Hjálmum verða Samúel Jón Samúelsson á básúnu og Kjartan Hákonarson trompett.