„Heppinn að vera á lífi“

„Ég hélt að ég ætti mér enga von. En sem betur fer þá fékk ég annað tækifæri í lífinu,“ segir Sæmund…
„Ég hélt að ég ætti mér enga von. En sem betur fer þá fékk ég annað tækifæri í lífinu,“ segir Sæmundur. Mynd/Þröstur Ernir.

Sæmundur Pálsson, eða Sæmi Páls eins og flestir þekkja hann, hefur átt ótrúlegt lífshlaup. Segja má að hann sé heppinn að vera á lífi því hann var það langt leiddur af áfengissýki að hann drakk sig næstum því í hel. Honum tókst að snúa við blaðinu og segir það mikla gæfu.

Fyrir fimm árum varð Sæmi örlagavaldur í lífi ungs manns þegar hann óð út í sjó til að forða honum frá drukknun. Sæmundur hefur aldrei náð sér líkamlega eftir björgunina en segir skipta mestu máli að hafa komið manninum til bjargar. 

Vikudagur heimsótti Sæma og heyrði hans sögu; fallið og upprisuna. Viðtalið má nálgast í prentúgáfu blaðsins sem kom út í gær.

Nýjast