Heimilum sem greiða sorphirðugjald fjölgar um 180 milli ára

Heildarálagning fasteignagjalda hjá Akureyrarbæ er um 4,5 milljarðar króna. Það er nokkur hækkun frá árinu 2021 þegar álagning fasteignagjalda var samtals 4.220 milljónum króna.

Álagningu fasteignagjalda hjá Akureyrarbæ er lokið. Heildarupphæðin, 4,5 milljarðar skiptist þannig að fasteignaskattur er 2.616 milljónir króna, lóðaleiga 580 milljónir króna, vatnsgjaldið 360 milljónir, fráveitugjald nemur 546 milljónum og sorphiðugjaldið er 362 milljónir króna. Sorphirðugjald er lagt á 8572 heimili í ár og er það fjölgun  um 180 heimili frá fyrra ári að því er fram kemur á vefsíðu Akureyrarbæjar.

/MÞÞ

Nýjast