Hefur fært Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis 2,4 milljónir

Hörður kom færandi hendi   Mynd KAON
Hörður kom færandi hendi Mynd KAON

Hörður Óskarsson hefur síðustu átta ár fært Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk til minningar um bróður sinn Sigurð Viðar Óskarsson, en hann lést úr krabbameini árið 2010.

Hörður smíðar fallegt skart úr gamalli mynt sem hann selur undir merkjum Mynthringar og allskonar á Facebook. Í heildina hefur Hörður fært félaginu 2.400.000 kr.

Stjórn og starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis þakkar Herði kærlega fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum árin 

Frá þessu segir á Fb siðu KAON

Nýjast