20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Hætt við að hætta við
Bæjarráð Akureyrar hefur fallið frá tillögu sem fram kom um að halda ekki Listasumar á Akureyri að þessu sumri. Tillagan snérist um að í tilraunaskyni yrði ekki Listasumar í ár en fjárveiting sem ætluð væri til hátíðarinnar rynni þess í stað til Akureyrarvöku.
Markmiðið var að efla Akureyrarvöku sem haldin er í lok ágúst í tengslum við afmæli Akureyrarbæjar og gera hana að meginhátíð bæjarins, nýta þannig betur fjármuni og mannafla.
Að höfðu samráði við þá sem mest hafa komið að framkvæmd Listasumars um tíðina varð niðurstaðan sú að falla frá þessari hugmynd. Taka á upp frekara samtal um samspil Listasumars og Akureyrarvöku. Að auki að einfalda framkvæmd Listasumars enn frekar en gert hefur verið með það markmið að nýta fjármagn sem best.