Grýtubakkahreppur Vistunargjöld í leikskólanum ekki verið hækkuð í 8 ár

Vistunargjöld í leikskólanum Krummafæti hafa verið óbreytt í átta ár.     Mynd á vefsíðu Krummafótar
Vistunargjöld í leikskólanum Krummafæti hafa verið óbreytt í átta ár. Mynd á vefsíðu Krummafótar

Ekki þarf að breyta neinu varðandi gjaldskrár í Grýtubakkahreppi í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á sveitarfélög í landinu að taka til baka hækkanir sem gerðar voru um síðustu áramót eða hækka ekki meira en 3,5%.

„Sveitarstjórnir síðustu kjörtímabila hafa ákveðið að hækka ekki, eða alla vega mjög hóflega, þau gjöld er snúa að börnum til að gera samfélagið fjölskylduvænna. Þetta eru ekki miklar upphæðir í sjálfu sér fyrir sveitarfélagið en munar um fyrir fólk,“ segir Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi.

Allar hækkanir í hreppnum voru innan þess ramma sem miðað er við í áskoruninni og er tekið fram í bókun sveitarstjórnar að vistunargjöld leikskólans Krummafótar voru óbreytt á milli ára og þau hafi ekki verið hækkuð í rúm átta ár.

Nýjast