Grunnskólinn á Raufarhöfn í yfirhalningu
Í síðustu viku var gengið frá samningi við verktaka um málningu á Grunnskólanum á Raufarhöfn og þakköntum á Íþróttamiðstöð Raufarhafnar skv. útboði og verklýsingu Verkís.
Verkið er hafið og því á að ljúka um miðjan ágúst ef veður helst sæmilegt. Þetta er lokahnykkur á framkvæmd sem hófst í fyrra með gluggaskiptum og múrun á norðurhlið og viðgerð á steypuskemmdum á öðrum hliðum skólahússins.