Göngugatan lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja frá og með 3 júni n.k og út ágúst
Eitt að þvi sem færir rólegustu bæjarbúum og okkur hinum líka umtalsefni sem allir hafa skoðun á er lokun Göngugötunnar fyrir umferð bíla. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum er óhætt að segja og verður sjálfsagt mikið rætt um þetta á götuhornum bæjarins eð að líkum lætur.
Það er n.k mánudag 3 júni sem sumarlokun hefst og verður hún út ágúst. Þetta er í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 6 júni í fyrra en þar segir m.a.
,,Lagt er til að Samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja verði breytt þannig að í 2.gr. verði bætt við lokun á sunnudögum í júní og ágúst kl. 11 - 19 sumarið 2023.
Jafnframt er lagt til að sá hluti Hafnarstrætis sem í daglegu tali er kallað göngugata verði lokað alla daga, allan sólarhringinn í júní, júlí og ágúst árið 2024. Aðgengi skal tryggt fyrir P-merkta bíla, ökutæki viðbragðsaðila og aðföng rekstraraðila líkt og áður."