Glaðningur á leið inn um bréfalúguna eða póstkassann
Brakandi ferskt Vikublað er komið út og er á leið til áskrifenda.
- Meðal efnis að þessu sinni eru fastir liðir eins og Kosningaspjallið, Áskorandapenninn, Matarhornið, Bakþankapistillinn, Orðið á götunni að ógleymdri krossgátunni. Þá eru fréttamál vikunnar reifuð og margar áhugaverðar aðsendar greinar.
- Björgvin Ingi Pétursson tók nýverið við starfi forstöðumanns Húsavíkurstofu. Hann segir frá ýmsu áhugaverðu úr lífi sínu í heilsíðuviðtlai auk þess að segja frá markmiðum sínum í nýja starfinu.
- „Það var sannarlega gott að alast upp á Siglufirði þrátt fyrir að bærinn væri oft innilokaður í langan tíma á veturna vegna mikilla snjóa og erfiðra samgangna. Það var oft stuð á milli norður- og suðurbæjar og oft túttubyssuslagur þar sem engum var eirt,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, oddviti VG í Norðausturkjördæmi í Kosningaspjallinu.
- Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri í Grenivík fagnaði 60 ára afmæli á dögunum. Þröstur hefur verið sveitarstjóri í sjö ár og kann vel við sig í Grýtubakkahreppi. Vikublaðið fékk hina hliðina af Þresti sem er Norðlendingur vikunnar. Eitt af því sem við komumst að um Þröst að það helsta sem hann á eftir ógert er að fara „holu í höggi“
Þetta og margt fleira í blaði vikunnar.
Má bjóða þér vef- eða prentáskrift? Smelltu þá HÉR. Þannig leggur þú okkur lið við að gera blaðið enn þá öflugra, bæði á vef og í prenti.