20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Gísli á Uppsölum á norðurlandi
Leikferð Kómedíuleikhússins með hið vinsæla leikrit Gísli á Uppsölum heldur áfram út árið.
Um aðra helgi verður lagt af stað norður og er það önnur leikferð á það svæði með leikinn. Áður hefur Gísli verður sýndur fyrir norðan á Akureyri, Blönduósi og Hvammstanga. Tvær sýningar voru á Akureyri önnur þeirra var uppseld og hin svo gott sem líka því þá er ekkert annað í stöðunni en að koma bara aftur. Hin norðlenska leikferð komandi viku hefst á Siglufirði. Sýnt verður fimmtudaginn 24. nóvember í Alþýðuhúsinu. Daginn eftir verður aukasýning á Akureyri eins og síðar verður sýnt í hinni einstöku Hlöðu Litla-Garði. Leikferðinni lýkur síðan á Sauðárkrók á sunnudag þar sem sýnt verður í Mælifelli.
Allar sýningar hefjast kl.20.00
Leikritið um Gísla á Uppsölum hefur fengið standandi góðar viðtökur og svo gott sem fullt hefur verið á allar 14 sýningar leiksins. Sagan hefur sannarlega snert hjörtu áhorfenda um land allt enda er óhætt að segja að Gísli sé þjóðinni enn minnisstæður og ekki síður kær.