Gefins bækur í dag!

 Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps hefur verið lagt niður og gerður þjónustusamningur við Amtsbókasafnið sem mun veita íbúum Svalbarðsstrandarhrepps sömu þjónustu og íbúum Akureyrarbæjar hvað varðar aðgang að safnakosti og annarri þjónustu sem safnið hefur upp á að bjóða hverju sinni.

Íbúar með lögheimili í Svalbarðsstrandarhreppi greiða samkvæmt gjaldskrá safnsins fyrir þjónustu líkt og þau væru með lögheimili í Akureyrarbæ.

Á skrifstofu sveitarfélagsins er nú bókakostur sem ekki verður nýttur og var íbúum boðið að koma í vikunni og taka bækur með sér heim að vild. Opið er í dag, fimmtudag frá kl. 11 til 14 fyrir þá sem ekki komust fyrr í vikunni.

Nýjast