Fréttatilkynning - Útilistasýningin „Heimalingar VI"

Sumarið 2020 bauð Dyngjan-listhús Myndlistafélaginu á Akureyri að taka þátt í útilistasýningu við Dyngjuna-listhús sem er í landi Fífilbrekku undir fjallinu Kerlingu í Eyjafjarðarsveit. Sýningin stóð yfir í 3 mánuði frá júní byrjun fram til ágústloka.

Sköpuð voru fjölbreytt listaverk sem þoldu veður og vind íslenskt sumars. Sýningin hlaut nafnið „Heimalingar“, ástæðan fyrir því var að staðarhaldari hafði fengið að láni 2 undurfagra heimalninga, sem tóku sig vel út á sýningarsvæðinu og glöddu sýningagesti.

Nú verður opnuð 4. útilistasýningin „Heimalingar IV“.

20 heimalingar / norðlenskir listamenn sýna list sína í fjórða sinn, hjá Dyngjunni-listhúsi við Eyjafjarðarbraut eystri, 605 Akureyri, sumarið 2023.

Opið alla daga frá 14.00-17.00 frá 3. júní - 31. ágúst. 

Aðgangur ókeypis.
Velkomin að njóta menningar í fagurri náttúru Eyjafjarðarsveitar.
Nánari upplýsingar eru á Dyngjan-listhús á FB og í síma 8998770

Sýnendur :
Hadda, Brynhildur Kristinsdóttir, Jonna, Anna Þóra Karlsdóttir, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Karólína Baldvinsdóttir,
Oddný E Magnúsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, Hjördís Frímann, Joris Rademaker, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir,
Hrefna Harðardóttir, Freyja Reynisdóttir, Rosa Kristin Juliusdottir, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Björg Eiríksdóttir, Stefán Tryggva og Sigríðarson, Hallgrímur Stefán Ingólfsson, Ólafur Sveinsson.

Nýjast