Framkvæmdir hafnar við Öxarfjarðarskóla
Unnið að því að gera skólalóðina í Lundi öruggari fyrir nemendur Öxarfjarðarskóla. Mynd: Norðurþing/Facebook.
Undanfarið hafa staðið yfir framkvæmdir umhverfis Öxarfjarðarskóla í Lundi. Búið er að fjarlægja gróður austan skólahússins og stækka bílaplan starfsfólks. Greint er frá þessu á Facebook síðu Norðurþings
Þá voru breikkaðar axlir á heimreið til að móta göngustíg fyrir nemendur á leið í íþróttahúsið í Lundi sem er vestan þjóðvegar 85. Nú er beðið eftir verktaka til að leggja slitlag á þessa fleti og er miðað við að því verði lokið áður en skólahald hefst í haust.
Þessar framkvæmdir eru liður í að auka öryggi nemenda á og við skólalóðina í Öxarfjarðarskóla.