Frábært að sjá afrakstur margra ára vinnu skila sér

Flugfélagið Edelweiss flytur farþega fyrir ferðaskrifstofuna Kontiki sem er í Sviss, en flogið er be…
Flugfélagið Edelweiss flytur farþega fyrir ferðaskrifstofuna Kontiki sem er í Sviss, en flogið er beint frá Zurich. Flogið er vikulega á sunnudögum frá 4. febrúar til 10. mars en tvær fyrstu ferðirnar hafa tekist vel. Mynd Markaðsstofa Norðurlands

„Það er frábært að sjá afrakstur af vinnu margra síðustu ára skila sér í auknum umsvifum í ferðaþjónustu á Norðurlandi yfir veturinn.,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri Flugklasans Air 66N. Beint millilandaflug til Akureyrar er nú í gangi frá, London, Zurich í Sviss og Amsterdam í Holllandi.

 „Flug easyJet frá London, ásamt leiguflugum Voigt Travel frá Hollandi og Kontiki frá Sviss, styrkja norðlenska vetrarferðaþjónustu verulega og eru hvatning til áframhaldandi uppbyggingar og þróunar. Norðurland er frábær vetraráfangastaður og þessi beinu flug eru grundvöllur þess að hægt sé að nýta framtíðar tækifæri í ferðaþjónustu að vetrarlagi," segir hann.

Flug easyJet til London hefur gengið vel í vetur, en boðið er upp á flug milli Akureyrar og London tvisvar í vikur, á þriðjudögum og laugardögum. Sætanýting hefur verið góð samkvæmt upplýsingum frá Markaðsstofu Norðurlands og hefur easyJet þegar ákveðið að halda áfram sömu áætlun næsta vetur. EasyJet mun fljúga á milli þessara áfangastaða þar til 30. mars, og hefja flug á ný  29. október. 

Helmingur seldra sæta keypt af heimafólki

Íslendingar hafa verið duglegir að nota flug easyJet og u.þ.b. helmingur seldra flugsæta hafa verið keypt af heimafólki. Hin sætin fylla breskir ferðamenn og er áhrifa heimsókna þeirra þegar farið að gæta hjá ferðaþjónustuaðilum.  Verkefnið Okkar auðlind er að finna á vefsíðu MN og þar lýsa aðilar í ferðaþjónustu jákvæðum áhrifum af beinu millilandaflugi til Akureyrar, en ferðalangar fara víða um Norðurland á meðan á dvöld stendur, nýta sér m.a. baðlón, skíðasvæði og sækja veitingastaði.

Auk þess sem easyJet er á ferðinni nú í vetur flytur flugfélagið Edelweiss farþega fyrir ferðaskrifstofuna Kontiki sem er í Sviss, en flogið er beint frá Zurich. Flogið er vikulega á sunnudögum frá 4. febrúar til 10. mars en tvær fyrstu ferðirnar hafa tekist vel. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á vetrarferðir frá þessari stærstu borg Sviss.

Góð viðbót

„Flugferðir Kontiki eru góð viðbót við auknar flugferðir beint til Akureyrar að vetrarlagi,“ segir Hjalti. Um er að ræða leiguflug sem eru með svipuðu sniði og flug á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem hófust sumarið 2019. Síðan þá hefur Voigt Travel staðið fyrir leiguflugum beint til Akureyrar, bæði að sumri og vetri, og er því brautryðjandi á því sviði líkt og breska ferðaskrifstofan Super Break var einnig á sínum tíma. „Umsvif Voigt Travel á Norðurlandi hafa bæði aukið eftirspurn í ferðaþjónustu á svæðinu og jafnframt ýtt undir vöruþróun og aukið vöruframboð. Aukin flugumferð um Akureyrarflugvöll frá fleiri áfangastöðum skapar grundvöll til að halda þessari þróun áfram.“

 

Nýjast