Forsetahjónin í opinberri heimsókn á Akureyri

Forsetahjónin við Iðnaðarsafnið
Forsetahjónin við Iðnaðarsafnið

 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og kona hans frú Eliza Reid komu í morgun til bæjarins i opinbera heimsókn eins og kunnugt er.  Hjónin hafa gert víðreist um bæinn en meðal viðkomustaða voru Heilsuvernd Hjúkrunarheimili og Iðnaðarsafnið.

 Í kvöld verða þau við setningu Akureyrarvöku í Lystigarðinum, forsetinn mun  setja hátíðarhöldin formlega og afhendir við það tilefni bæjarstjóra gjöf. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Iðnaðarsafninu og  Hlíð en forsetinn sem er sagnfræðingur eins og fólk veit kunni vel við sig  þegar hann skoðaði safnið og taldi að auðvelt væri að gleyma sér við að skoða það. 

Það fór einnig vel á með heimilisfólkinu á Hlíð og forsetahjónunum eins og meðfylgjandi myndir sýna.

 

Þorsteinn E Arnórsson sýndi gestunum safnið

Á Hlíð vakti heimsókn forsetahjónanna svo sannarlega mikla hrifningu.

 

 Myndir Iðnaðarsafnið og vefsíða Heilsuverndar

Nýjast