Fjórði ættliður mættur til starfa hjá JMJ
Eiginlega allir landsmenn hafa á einhverjum timapunkti farið i JMJ á Akureyri fest þar kaup á fatnaði og fengið eina góða sögu eða tvær i kaupbæti. JMJ er eins og vel þekkt er fjölskyldufyrirtæki og þvi þurfti kannksi ekki að koma á óvart þegar fjórði ættliðurinn mætti til starfa i morgun. Sara Sverrisdóttir 15 ára búsett i Denver Colorado frétti að það vantaði sumarstarfskraft sótti um starfið og fékk.
Sara er önnur konan á 66 ára tíð verslunarinnar sem afgreiðir í JMJ. Ragnar Sverrisson afi Söru segist hlakka til sumarsins með sonardóttur sinni, hún sé ákveðin ung kona sem eigi eftir að setja sinn svip á verslunina . Fyrstu viðskiptavinir Söru voru hjón frá Ástralíu og fór lítið fyrir tungumálaörðugleikum þegar 15 ára Denverbúi afgreiddi andfætlinga okkar með skyrtu.