Fiskideginum aflýst annað árið í röð

Frá Fiskideginum mikla.
Frá Fiskideginum mikla.

Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík hef­ur verið af­lýst í ár vegna kór­ónu­veirunn­ar. Þetta var ákveðið á stjórn­ar­fundi í lok mars. Fiski­deg­in­um var einnig af­lýst í fyrra og því annað árið í röð sem ekkert verður af hátíðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir:

„Ákvörðunin er tek­in að vel ígrunduðu máli. Við stefn­um ótrauð á af­mæl­is­hátíð í ág­úst 2022. Fiski­dag­ur­inn mikli er þannig upp­byggður að við get­um aldrei stjórnað fjölda þeirra gesta sem sækja okk­ur heim, við get­um ekki skipt upp í hólf, ekki haft fjar­lægðarregl­ur, og svo fram­veg­is. Fiski­dag­ur­inn mikli sem er mat­ar­hátíð er ekki hald­inn fyrr en grím­un­um hef­ur verið sleppt og ótak­markaður gesta­fjöldi leyfður og að gest­ir geti knús­ast áhyggju­laust að hætti Fiski­dags­ins mikla svo að fátt eitt sé nefnt. Það kost­ar mikla vinnu að skipu­leggja svona stóra hátíð og óviss­an er of mik­il til þess að leggja af stað í þetta stóra verk­efni. Við tök­um enga áhættu og sýn­um ábyrgð í verki, við telj­um að það verði ekki kom­inn timi til að safna sam­an 30.000 manns eft­ir 3 mánuði," seir í tilkynningu.

 

Nýjast