Fimleikafélag Akureyrar skuldar um 20 milljónir króna Viðræður um sameiningu við Þór eða KA á byrjunarstigi

Staða Fimleikafélags Akureyrar er slæm og eru viðræður hafnar við Þór og KA um sameiningu en þær eru…
Staða Fimleikafélags Akureyrar er slæm og eru viðræður hafnar við Þór og KA um sameiningu en þær eru á byrjunarstigi. Mynd Heimasíða FIMAK

Skuldir Fimleikafélags Akureyrar verða um 20 milljónir króna nú í lok sumars. Það kom í ljós við skoðun á bókhaldi og innistæður eftir Vorsýningu á liðnu voru.

Fram kemur í fundargerð frá fundi stjórnar Fimleikafélags Akureyrar sem virt er á vefsíðu þess, að viðræður við viðskiptabanka félagsins, Landsbankann hafi engum árangri skilað og var því ekki hægt að hækka yfirdráttarheimild FIMAK sem nú þegar er í 6 milljónum króna.

Bæði ÍBA og FSÍ gerðu félaginu grein fyrir að þar væri enga fjárhagsaðstoð að fá. Stjórn ákvað þá að segja upp  fjórum fastráðnu starfsmönnum FIMAK. Í kjölfarið var farið í viðræður við Akureyrarbæ, bærinn var ekki tilbúinn til að koma með auka fjármagn inn í félagið. Óskað var eftir öðrum fundi með Akureyrarbæ og var bænum á þeim fundi gerð grein fyrir að staðan væri sú að félagið yrði að lýsa sig gjaldþrota.

Ræða sameiningu 

Akureyrarbær samþykkti að aðstoða við launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að kostnaðargreining yrði unnin og farið yrði í sameiningaviðræður. Sameiningaviðræður sem FIMAK stóð í 2018 urðu að engu vegna niðurstöðu kosningar innan stjórnar á þeim tíma. Viðræður eru hafnar við bæði Þór og KA en eru á algeru byrjunarstigi.

Nýjast