„Fer kannski í sumarfrí í fyrsta sinn í 19 ár“
Eins og fram hefur komið verður ekkert af Fiskideginum mikla í ár vegna kórónuveirunnar. Halda átti 20. hátíðina í sumar sem frestast fram á næsta ár. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins, segir alla í stjórnina hafa verið einhuga um að slaufa hátíðinni í ár og horfa til næsta árs.
„Stjórnin hefur fylgst vel með gangi mála í nokkrar vikur og rætt málin vel, m.a. rætt við almannavarnir og fylgst með í öðrum löndum. Fyrir þremur vikum eða svo settu Danir reglur um engar stórhátíðir út ágúst og um leið var Hróarskelduhátíðinni aflýst. Við ákváðum að funda strax eftir páska og þá var orðið nokkuð ljóst hvert stefndi,“ segir Júlíus.
Nánar er rætt við Júlíus í nýjasta tölublaði Vikudags sem kom út í gær.