20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Félagsmenn í Framsýn Um 97 milljónir í sjúkrastyrki í fyrra
Félagsmenn í Framsýn fengu samkvæmt bráðabirgðatölum greiddar um 97 milljónir króna frá félaginu árið 2023 í sjúkrastyrki og sjúkradagpeningar vegna langvarandi veikinda, þ.e. eftir að kjarasamningsbundnum rétt þeirra var lokið hjá viðkomandi fyrirtæki.
Í heildina bárust 1.389 umsóknir í sjóðinn. Innan Framsýnar eru rúmlega 3.400 félagsmenn.
Sjúkrasjóðurinn hefur komið að því að greiða niður kostnað fyrir félagsmenn m.a. sálfræðiþjónustu, sjúkraþjálfun, heilsurækt, útfararkostnað, krabbameinsskoðun, áhættumat hjá hjartavernd, göngugreiningu, viðtalstíma hjá fjölskylduráðgjöfum og kostnað vegna gleraugnakaupa og kaupa á heyrnatækjum. Þá eiga félagsmenn einnig rétt á fæðingarstyrk frá félaginu sem og fleiri styrkjum sem hægt er að fræðast betur um á heimasíðu stéttarfélaganna; framsyn.is.
Reiknað er með að tekjur sjóðsins í gegnum iðgjöld verði rúmlega 100 milljónir á árinu 2023, þannig að hann komi til með að standa undir þeim skuldbindingum er tengjast útgreiðslum úr sjúkrasjóðnum. Niðurstöðutölur vegna ársins liggja ekki fyrir.