Ern eftir aldri og listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri
Sunnudaginn 21. maí næstkomandi kl. 15 verður heimildarmynd Magnúsar Jónssonar, Ern eftir aldri, frá 1975, sýnd í Listasafninu á Akureyri.
Myndin er 27 mínútur að lengd og sýnd í tengslum við sýningu Steinunnar Gunnlaugsdóttur, blóð og heiður, sem nú stendur yfir í sal 06 í Listasafninu. Að lokinni sýningu myndarinnar verður listamannaspjall við Steinunni, stjórnandi er Hlynur Hallsson, safnstjóri.
Ern eftir aldri fjallar sjálfsmynd þjóðarinnar í tilefni þjóðhátíðarinnar 1974 og þar er spurt: Hvað sameinar þjóðina? Á meðal svarenda spurningarinnar eru þau Eyvindur Erlendsson, Jón Böðvarsson, Þóra Friðriksdóttir, Kristbjörg Kjeld og Sigurður A. Magnússon. Þá flytur Bryndís Schram hagfræðilegan fróðleik og Böðvar Guðmundsson syngur einn af sínum alræmdu söngvum.