Engin tilkynning – engin afboðun

Grein, sem ég skrifaði í Vikudag 25. maí sl. um tómstundastarf eldri borgara á Akureyri, þar sem ég hældi þeirri þjónustu, sem í boði er og ekki að ástæðulausu. Ég nefndi m.a. félagsvistirnar vinsælu bæði í Víðilundinum á mánudögum og ekki síður í Bugðusíðunni á fimmtudagskvöldum.

Að spila á spil er frábær dægrastytting ekki síst fyrir eldri borgara, sem hafa lítið orðið við að vera eftir langan og strangan vinnudag í gegnum lífið. Þetta á einnig við um dansinn, sem allt of lítið er af eins og ég gat einnig um í fyrrnefndri grein og er það óskiljanlegt með öllu eins og dansinn er af öllum talinn mjög góð líkamsrækt svo ekki sé talað um félagslega samkomu. Ég kalla hér eftir skýringum á slakri stjórnun á þessu sviði.

Tilefni þess að ég sting niður penna núna, mánudaginn 29. maí, er að eins og venjulega á mánudögum um kl. 13 var hópur eldri borgara mættur við Víðilundinn til að taka þátt í einni af sinni uppáhaldsdægrastyttingu en það er að spila félagsvist. Nú bar svo við að hópurinn kom að læstum dyrum og komst þar af leiðandi ekki inn í húsið og varð að norpa úti í rigningunni fyrir utan. ENGIN TILKYNNING, ENGIN AFBOÐUN, Ekkert látið vita. Þvílík óskammfeilni. Þarna var haft af okkur að koma saman til að spila og það ekki í fyrsta skiptið.

Nú viljum við fá svör, er það bæjarstjórn Akureyrar, sem á húsnæðið, sem ræður eða stjórn félags eldri borgara. SVARIÐ NÚ.

Annað dæmi vil ég nefna en það átti sér stað á annan í páskum sl. þegar fjöldi manns var mættur til að spila og allt var lokað og læst. Ástæðan var sögð frídagur starfsfólks og ekki í vinnu vegna samninga í kjaramálum.

Gott og vel, en við eldri borgarar höfum ekki rétt til að standa í kjaramálum því miður og er þar af leiðandi skammtaðar bætur eins og skítur úr hnefa af auð­ mönnunum Engeyjarfrændum, sem hafa einokað fjármálaráðuneytið nú um árabil.

En þetta er útúrdúr. Ég spurði starfsmann í Víðilundinum hvort við gætum ekki fengið lykil að húsinu því það þyrfti ekkert fyrir okkur að hafa við þyrftum aðeins vatnskönnu. En það virðist vera einhver fyrirstaða þar á. Nú er hvítasunnan framundan á mánudegi og gaman að vita hvað hvað gerist þá. Er þetta öll lífsins gæði?

Greinin birtist fyrst í prentútgáfu Vikudags 1. júní s.l.

Höfundur er eldri borgari á Akureyri

Nýjast