Endurbætt leiksvæði við Síðuskóla formlega tekið í notkun
Í morgun var glæsilegt endurbætt leiksvæði við Síðuskóla formlega tekið í notkun. Fjölmörg spennandi leiktæki prýða nú svæðið, veglegir körfuboltavellir einnig og virðist sem vel hafi til tekist ef marka má viðbrögð nemenda sem nýta sér óspart hin nýju tæki jafnt á skólatíma sem utan hans.
Verkefnið var unnið í samvinnu með skólayfirvöldum, stjórn foreldrafélags skólans og fulltrúum Akureyrarbæjar