Ekki er kyn þó keraldið leki - Spurningaþraut #8

Spurningaþraut Vikublaðsins #8

  1. Hvað heitir þessi montni fugl hér að ofan?
  2. „Taktu hár úr hala mínum, og leggðu það á jörðina.“ Hver á þennan hala?
  3. Flugrekstur hófst í Vatnsmýri árið 1919 við mjög frumstæðar aðstæður. Síðar var þar byggður varanlegur flugvöllur sem við þekkjum sem Reykjavíkurflugvöll, sem nokkur styr hefur staðið um á seinni árum. En hverjir voru það eiginlega sem byggðu upp flugvöllinn?
  4. Karl nokkur var krýndur konungur yfir Bretlandi en hver er drottning í Hollandi?
  5. Hvað heita ræningjarnir í Kardemommubænum?
  6. Faðir vor kallar kútinn, Kötturinn étur allt, Ekki er kyn þó keraldið leki, Í viðarmó, Gluggalausa húsið, Tunglið og herskipið. Þetta eru nöfn á nokkrum kýmnisögum um þekkta þjóðsagnabræður úr Svarfaðardal. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar eru fjölmargar sagnir um þá. Þeir voru einfaldir og auðtrúa og sögurnar um þá byggja allar á þessum persónueinkennum. Hvað kölluðust þessir bræður einu nafni og hvað hét hver og einn þeirra?
  7. Þór/KA er þegar þetta er ritað í 3. sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með 6 stig. En hvað heitir fyrirliði liðsins?
  8. Hver er höfuðborg Pakistan?
  9. Malala Yousafzai Malik, Móðir Theresa og Maria Angelita Ressa, Hvað eiga þessar konur sameiginlegt?
  10. Fyrir ekki svo löngu síðan strandaði erlent flutningaskip á grynningum undan Ennishöfða við mynni Kollafjarðar á Húnaflóa. Skipið var síðan dregið til hafnar á Akureyri. Hvað heitir skipið?

Aukaspurning:

KA formaður

Karlinn á myndinni hér að ofan er formaður íþróttafélags á Norðurlandi sem um þessar mundir stendur í mikilli uppbyggingu á félagssvæði sínu. Hvað heitir maðurinn?

---

Svör

  1. Stari.
  2. Kýrin Búkolla.
  3. Það voru Bretar sem byggðu völlinn í síðari heimstyrjöldinni. Íslendingar fengu svo full yfirráð yfir honum í stríðslok.
  4. Máxima heitir hún.
  5. Kasper, Jesper og Jónatan.
  6. Þetta eru að sjálfsögðu Bakkabræðurnir, Gísli, Eiríkur og Helgi.
  7. Sandra María Jessen.
  8. Islamabad.
  9. Þær hafa hlotið Friðarverðlaun Nóbels.
  10. Wilson Skaw

Aukaspurning:

Eiríkur S. Jóhannsson heitir maðurinn og er formaður KA.

Hér má finna spurningaþraut #7

Hér má finna spurningaþraut #9

 

Nýjast