Ekki er kyn þó keraldið leki - Spurningaþraut #8
Spurningaþraut Vikublaðsins #8
-
Hvað heitir þessi montni fugl hér að ofan?
-
„Taktu hár úr hala mínum, og leggðu það á jörðina.“ Hver á þennan hala?
-
Flugrekstur hófst í Vatnsmýri árið 1919 við mjög frumstæðar aðstæður. Síðar var þar byggður varanlegur flugvöllur sem við þekkjum sem Reykjavíkurflugvöll, sem nokkur styr hefur staðið um á seinni árum. En hverjir voru það eiginlega sem byggðu upp flugvöllinn?
-
Karl nokkur var krýndur konungur yfir Bretlandi en hver er drottning í Hollandi?
-
Hvað heita ræningjarnir í Kardemommubænum?
-
Faðir vor kallar kútinn, Kötturinn étur allt, Ekki er kyn þó keraldið leki, Í viðarmó, Gluggalausa húsið, Tunglið og herskipið. Þetta eru nöfn á nokkrum kýmnisögum um þekkta þjóðsagnabræður úr Svarfaðardal. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar eru fjölmargar sagnir um þá. Þeir voru einfaldir og auðtrúa og sögurnar um þá byggja allar á þessum persónueinkennum. Hvað kölluðust þessir bræður einu nafni og hvað hét hver og einn þeirra?
-
Þór/KA er þegar þetta er ritað í 3. sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með 6 stig. En hvað heitir fyrirliði liðsins?
-
Hver er höfuðborg Pakistan?
-
Malala Yousafzai Malik, Móðir Theresa og Maria Angelita Ressa, Hvað eiga þessar konur sameiginlegt?
-
Fyrir ekki svo löngu síðan strandaði erlent flutningaskip á grynningum undan Ennishöfða við mynni Kollafjarðar á Húnaflóa. Skipið var síðan dregið til hafnar á Akureyri. Hvað heitir skipið?
Aukaspurning:
Karlinn á myndinni hér að ofan er formaður íþróttafélags á Norðurlandi sem um þessar mundir stendur í mikilli uppbyggingu á félagssvæði sínu. Hvað heitir maðurinn?
---
Svör
- Stari.
- Kýrin Búkolla.
- Það voru Bretar sem byggðu völlinn í síðari heimstyrjöldinni. Íslendingar fengu svo full yfirráð yfir honum í stríðslok.
- Máxima heitir hún.
- Kasper, Jesper og Jónatan.
- Þetta eru að sjálfsögðu Bakkabræðurnir, Gísli, Eiríkur og Helgi.
- Sandra María Jessen.
- Islamabad.
- Þær hafa hlotið Friðarverðlaun Nóbels.
- Wilson Skaw
Aukaspurning:
Eiríkur S. Jóhannsson heitir maðurinn og er formaður KA.
Hér má finna spurningaþraut #7