Djákninn á Myrká-Aukasýning um helgina

Birna Pétursdóttir og Jóhann Axel Ingólfsson eru einu leikararnir í sýningunni og skipta með sér öll…
Birna Pétursdóttir og Jóhann Axel Ingólfsson eru einu leikararnir í sýningunni og skipta með sér öllum hlutverkum, sem eru um 20 talsins.

„Þar sem hryllilega gamanverkið Djákninn á Myrká – Sagan sem aldrei var sögð fékk framúrskarandi viðbrögð verður einni aukasýningu bætt við um helgina,“ segir á heimasíðu Menningarfélags Akureyrar. Sýningum á leikritinu átti að ljúka um síðustu helgi en aukasýningin fer fram í Samkomuhúsinu laugardaginn kemur þann 1. júní klukkan 20.

 Djákninn á Myrká – Sagan sem aldrei var sögð byggir á einni þekktustu draugasögu Íslandssögunnar. Í leikverkinu er sagan skoðuð frá ýmsum sjónarhornum, lesið á milli línanna og skáldað í eyðurnar. Leikstjóri er Agnes Wild, um leikmynd- og búninga sér Eva Björg Harðardóttir, tónlistin er í höndum Sigrúnar Harðardóttur en leikarar eru Jóhann Axel og Birna Pétursdóttir. 

Sýningin er samstarfsverkefni leikhópsins Miðnættis og Leikfélags Akureyrar. 

Nýjast