Búið að hleypa vatninu á

Hitaveitulögnin liggur frá gangnamunna Vaðlaheiðagangna að Skógarböðunum en vatnsveitulögnin nær all…
Hitaveitulögnin liggur frá gangnamunna Vaðlaheiðagangna að Skógarböðunum en vatnsveitulögnin nær alla leið til Akureyrar. Myndi/ Hjalti Steinn Gunnarsson.

mth@vikubladid.is

Vatni hefur verið hleypt á Skógarböðin í Vaðlareit, en lagning hita- og vatnsveitulagna frá gangamunna Vaðlaheiðargangna að böðum hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Lagnirnar eru undir nýjum göngu- og hjólastíg sem nær frá gangnamunna að bílastæði Skógarbaðanna.

Verkefnið er samvinnuverkefni Svalbarðsstrandarhrepps og Norðurorku.  Verkís á Akureyri hannaði legu stígsins ásamt legu lagnanna í honum. Nesbræður eru aðalverktakar við þetta verkefni, en röraverksmiðjan SET frá Selfossi hefur séð um alla samsuðu og tengingar á lögnum að sögn Hjalta Steins Gunnarssonar fagstjóri hitaveitu hjá Norðurorku.

Hjalti Steinn segir að verklegar framkvæmdir hafi byrjað um mánaðamótin september október á liðnu ári þegar skógurinn var felldur í stígsstæðinu. Fyrstu rörin voru soðin saman í nóvember síðastliðnum en síðan er búið að sjóða sama og leggja í jörðu um 2400 metra af vatnsveitulögn og 2.900 metra af heitaveitulögn.

Ganga frá umhverfis stíginn í vor

Hitaveitulögnin liggur frá gangnamuna að Skógarböðum, en vatnsveitulögnin mun liggja frá gangnamuna til Akureyrar. Skógarböðin munu þó einnig fá sitt kalda vatn úr þeirri lögn.  „Verkið hefur gengið vel, sérstaklega ef miðað er við á hvaða árstíma verið er að vinna það,“ segir Hjalti Steinn. Hleypt verður á lagnirnar á næstu dögum, og þá munu Skógarböðin fá sitt heita og kalda vatn úr þessum lögnum. „Í vor munum við svo fara í frágang umhverfis stíginn.“

 

Nýjast