Birta upplýsingar um merktar gönguleiðir

Mynd af heimasíðu Ferðafélags Akureyrar.
Mynd af heimasíðu Ferðafélags Akureyrar.

Í gegnum tíðina hefur Ferðafélag Akureyrar staðið fyrir því að stika nokkrar gönguleiðir. Gönguleiðanefnd félagsins hefur séð um þessa vinnu auk þess að halda þessum leiðum við. Nú er hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um þessar merktu gönguleiðir á heimasíðu félagsins ásamt upplýsingum um staðsetningu á gestabókum

Á heimasíðunni er að finna gönguleiðir sem FFA hefur staðið fyrir að stika og eru aðgengilegar á ýmsum samfélagsmiðlum.

Stikun gönguleiða á vegum FFA:

Heimari-Hlífá - Ytri-Súla (Stikað í júlí 1991)

Heimari-Hlífá - skálinn Lambi (Stikað í ágúst 1992)

Þingmannavegur: Systragil - Eyrarland (Stikað 2004)

Veigastaðir - Skólavarða (Stikað í ágúst 2007)

Víkurskarð - Ystuvíkurfjall (Stikað í ágúst 2015)

Skálinn Gamli - Steinmenn við Súlumýrar (Stikað í júní 2018)

Nýja Glerárstíflan - Lambagatan (Stikað í maí 2019)

Kaldbakur við Eyjafjörð (Stikað í júlí 2019)

Gestabækur Ferðafélags Akureyrar er að finna á eftirtöldum stöðum:

  1. Ytri-Súla
  2. Kerling við Eyjafjörð
  3. Kaldbakur norðan Grenivíkur
  4. Skólavarða á Vaðlaheiði
  5. Herðubreið
  6. Knebelsvarða við Öskjuvatn
  7. Strýta á Vindheimajökli

 

 


Athugasemdir

Nýjast